Skilareglur
Skilaréttur og vörugalli
Hægt er að skila eða skipta vöru allt að 30 dögum eftir kaup, að því gefnu að varan sé ónotuð, heil og í upprunalegum umbúðum.
Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun, og endurgreiðsla fer fram með sama greiðslumáta og notaður var við kaupin. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.
Ef vara reynist gölluð, býðst viðskiptavinum ný vara í staðinn, og allur sendingarkostnaður er greiddur af Gróinn ehf. Einnig er hægt að óska eftir fullri endurgreiðslu í stað nýrrar vöru.